Hvað eru margir með þér í liði?

Hvernig væri að hafa einhvern sem alltaf jákvæður og styðjandi en sem veitir aðhald og hvatningu? Sem hjálpar þér að sjá nýjar hliðar á hverju máli og hefur innsæi og reynslu.

Viltu meiri vellíðan í vinnunni eða vinnu sem nærir þig betur?

Viltu betri tengsl við fólkið í kringum þig eða kannski við þig sjálfa/sjálfan?

Ég get hjálpað þér að ná lengra.
 

Kveðja Þormóður Símonarson

 

 • Einstaklingsþjónusta


  Viltu verða besta útgáfa af þér og upplifa þitt draumalíf?

  Þarftu að fá frelsi frá einhverju sem hefur komið fyrir?

  Viltu fá að vita hvernig þú getur blómstrað?

  Við sjáum í sameiningu hvað heldur aftur af þér og hvernig þú getur náð að sleppa tökum og halda áfram.

  Þú munt sjá markmiðin þín skýr og við setjum niður leiðina að þeim skref fyrir skref.

  Ég mun hvetja þig áfram og halda þér við efnið og saman komumst við alla leið.

 • Hjóna - og paraþjónusta


  Gæti sambandið ykkar orðið betra á einhvern hátt?

  Eruð þið að stefna að sama marki?

  Mynduð þið vilja upplifa meira traust og meiri samkennd og nánd?

  Eru þið að draga með ykkur einhverja fortíðardrauga sem ykkur langar að fá frelsi frá?

  Við skoðum saman hvað þið viljið bæta og hvernig þið viljið byrja á því.

  Saman finnum við svo hvernig þið getið upplifað ykkar besta samband til þessa.

 • Hópaþjónusta


  Hvað þarf til að hópurinn smelli enn betur saman?

  Myndi hjálpa að hafa meira traust, meiri samvinnu, virðingu, betri samskipti, innilegri vináttu eða meiri samkennd?

  Frábær leið fyrir vinahópinn, vinnuteymið, veiðihópinn, vaktina eða saumaklúbbinn.

  Við finnum saman hvað hópurinn þarf og bestu leiðina að því marki.
  Hentar allt að 15 manna hópum.

 • Viltu hætta að reykja?


  Þetta er fljótlegt, en þú vilt í alvöru hætta.

  Fyrst er 20 til 30 mínútna samtal það sem við förum yfir það sem mun gerast og ákveðum dag sem myndi henta þér að hætta.

  Þann dag tölum við saman u.þ.b. 10 mínútur.

  Í vikunni eftir heyrumst við svo aftur og tökum stöðuna. Ef þess þarf munum við bæta einhverju við til að þér gangi betur.

  Og þegar einhver vill fá þig með út fyrir geturðu sagt:
  Nei takk, ég reyki ekki.

 • Hvað ætlaður að verða þegar þú verður stór?

  Við skoðum hvernig áhugamál þín og hæfileikar þínir geta vísað þér veginn að tilveru þar sem þú getur ekki beðið eftir að vakna á morgnana og byrja nýjan dag.

  Þú færð aðeins að upplifa hvernig þannig líf væri og við setjum niður mikilvægustu skrefin að þessu takmarki.

  Hérna gæti hálftíma samal á viku verið nóg til að kynda undir eldmóðinum hjá þér svo að þú sjáir árangurinn hratt og hafir alltaf skýra framtíðarsýn.