Ég er vottaður leiðbeinandi í aðlöðunaraflinu

Ég heiti Þormóður Símonarson og hjálpa við að láta drauma rætast.

Árið 2001 ákvað ég að gera aðeins það sem myndi bæta mig á einhvern hátt. Þessi ákvörðun hefur leitt mig síðan og gert líf mitt afar skemmtilegt, stundum erfitt en líka gefandi.

Ég hef í tvígang ferðast um Evrópu með lestum, seinna skoðaði ég mig um í suður Ameríku og nokkrum árum síðar flakkað um Norðurlönd á mótorhjóli.

2003-2004 lærði ég nútímafræði við Háskólann á Akureyri. Þar heyrði ég fyrst um aðlöðunaraflið, hugmyndin hreyf mig strax en ég efaðist samt aðeins. Næstu misseri drakk ég í mig allan fróðleik sem ég komst í og eftir því sem reynsla mín af fyrirbærinu jókst dvínaði efinn.

2005 lærði ég dáleiðslu í Reykjavík.

2008 lærði ég skapandi skrif í Bretlandi og ferðaðist einn í heilt ár, dvaldi meðal annars um hríð í búddaklaustri í Skotlandi.

Árið 2010 skrifaði ég bók um ferðalagið sem kom út 2011. Þá byggði ég líka húsið mitt og eignaðist fjölskyldu.

2014 lærði ég markþjálfun og þjálfaði þar m.a. hæfni mína til að hlusta á fólk og greina aðalatriðið þess sem fólk segir.

2016 Var ég í námi hjá Dr. Joe Vitale sem vottaði mig sem leiðbeinanda í aðlöðunaraflinu eftir að ég stóðst skriflegt próf. Þar dýpkaði þekkingin mín til muna og ég tengdi hluti sem ég hafði áður lært en ekki sett í samhengi við aðlöðunaraflið, t.d. fyrirgefningu.