Mar. 16, 2015

Hvaða óveður?

 

Okkur hefur verið tíðrætt um veðrið í vetur, enda hefur það kannski ekki verið eins og við myndum helst vilja hafa það.

Ef flekamót Evrópu flekans og Norður Ameríkuflekans væru rennilás, og Ísland væri sleðinn, gætum við kannski sett lykkju utan um Eyjafjallajökul og dregið landið suður eftir Reykjaneshryggnum þangað til við værum kominn suður fyrir lægðirnar.

Það er auðvitað ekki þannig og við getum ekki fært landið okkar neitt. Við erum bara oft búin að fá stormviðvörun í vetur og svo strominn á eftir.

 

Það sem við þurfum að gera í því er að vanda okkur meira.

 

Hvað gætir þú gert til að halda í gleðina þegar veðrið er svona?

 

Hversu mikilvægt er fyrir þig að passa uppá svefninn þinn?

Myndi hjálpa þér að borða meiri fisk eða meira grænmeti, eða kannski bara að grilla?

Gætirðu klætt þig betur eða útbúið bílinn þannig að dagleg rútínan yrði aðeins léttari?

Áttu einhver gömul eða ný inni-áhugamál sem gætu fleytt þér aðeins áfram?

Gætirðu fundið gleðina við að skapa eitthvað, t.d. ullarsokka, málverk, hillur í geymsluna eða næsta Eurovision lag?

 

Þegar öllur er á botninn hvolt er þetta bara veður, þetta er ekkert persónulegt og það er sama veðrið hjá okkur öllum. Samt eru sumir nýbúnir að gefa út ljóðabók eða opna verslun eða gera upp gamla bílinn sinn.

Við getum ekki breytt veðrinu (í það minnsta ekki svona einn, tveir og þrír) en það sem við getum breytt er viðhorf okkar til veðursins. Við þurfum bara að vanda okkur aðeins meira en venjulega.

 

Bestu kveðjur

Þormóður Símonarson