Mar. 22, 2015

Hversu náin ertu maka þínum?

Að upplifa nánd með annari manneskju er eitthvað sem að flestir þekkja, sem betur fer.

Eitt dæmi er samband milli foreldra og kornabarna. Lítil börn leyfa okkur að upplifa skilyrðislausa ást, ásamt þeirri tilfinningu að önnur mannvera er eins og framlenging af okkur sjálfum.

Þegar afmælisdögum barnsins fer að fjölga stríkkar á þessari nánu tenginu, einn daginn flytur barnið að heiman og eignast sitt eigið líf en hringir vonandi reglulega.

 

Það er annað samband í lífi okkar sem getur hæglega orðið mjög náið.

Þegar við hittum aðra manneskju með lík áhugamál, markmið og gildi, getur verið að við séum að kynnast maka okkar.

Þetta er manneskja sem býr annars staðar, á sitt eigið líf en hringir oftar og oftar. Flytur svo inn og ef rétt er haldið á spilunum upplifum við það undur að þessi manneskja sem einu sinni var ókunnug er orðin eins og framlenging af okkur sjálfum og við finnum skilyrðislausa ást.

 

En hvað þarf til? Það þarf einlægni og vilja til að laga það sem aflaga fer.

 

Eftirfarandi samtal þarf að geta átt sér stað:

Fyrirgefðu hvernig ég lét við þig í morgun, ég var bara óöruggur með mig út af því sem þú sagðir um Halla bróðir í gærkvöldi.

Ég meinti ekkert með því, ég var bara búin að eiga ömurlegan dag í vinnunni og varla fengið ætan bita allan daginn þegar Halli kom og var að tala um fyrstu grillveislu vorsins um páskana.

 

 

Þannig er einlægni og heiðarleiki mikilvægur þáttur í að komast nær maka sínum.

Ef þið viljið prófa netsamtal við mig er það velkomið. Hlutlaus utanaðkomandi aðili getur breytt öllu og komið fólki á rétta braut, hvort sem verkefnið er að bæta erfiða stöðu eða gera góða hluti enn betri.

Kveðja

Þormóður Símonarson