Apr. 2, 2015

Langar þig í nýja siði eða venjur?

 

Við erum þannig gerð að hugurinn og undirmeðvitundin virkar einna best þegar nýungar eru kynntar á táknrænan hátt.

Þess vegna er oft svo áhrifaríkt að skrifa á blað það sem við viljum losna frá og brenna svo blaðið (það verður auðvitað að fara varlega með eld).

Einnig er ágætt að nýta vorhreingerninguna til að losa um gömul mynstur. Það er hægt að gera með því að segja upphátt ,,Ég losa mig við gamlar hugmyndir sem passa mér ekki lengur'' um leið við tökum til í fataskápnum.

 

En það er hægt að innleiða nýja siði og ávana án þess að fylla skápinn af nýjum flíkum.

Núna í vor, frá miðjum apríl og þangað til í byrjun júní, mun ég bjóða upp á skógræktar-markþjálfun. Þá kemurðu og við plöntum trjágræðlingum (hugmyndum og siðum) og gætum þess að hafa frjóan jarðveg til að árangurinn sé sem bestur. Þetta verða einkatímar þar sem samtalið og hreyfingin verða í jafnvægi.

Ef þú ert aktíf týpa og kannt að meta útiveru er þetta gullið tækifæri til að nota hreint sveitaloft og hreyfingu til að sjá hverju þú vilt breyta og hvernig þú vilt hafa hlutina.

 

Bestu kveðjur

Þormóður Símonarson