May. 8, 2015

Að losna við erfiðar tilfinningar

 

Eitt það raunverulegasta í lífinu eru tilfinningar og upplifanir. Við erum alla ævi að fást við það hvernig okkur líður og hvernig okkur finnst þetta eða hitt og hvað við viljum vera að gera og hvað við viljum ekki.

Því miður er kvíði, stress og fleiri leiðinda fyrirbæri alltof algeng og stundum virðist ómögulegt að losna við þetta.

Mig langar að setja fram samlíkingu, sem því miður er ekki smekkleg, en lýsir viðfangsefninu sérstaklega vel.

 

Kvíði er eins og kúkur í klósetti.

 

Það er ekki hægt að einbeita sér að honum og losna við hann þannig að allt verið gott. Því þó að það takist nokkurn veginn, verður alltaf eitthvað eftir.

Þess vegna þarf einfaldlega að sturta niður.

 

Og hvað þýðir það?

 

Þá látum við eitthvað hreint og tært flæða og fylla. Það er ekki beint verið að losna við heldur gera allt aftur skínandi tært.

 

Þannig þarf ekki að reyna að losa um kvíðahnútinn í maganum, heldur þarf að fylla líkaman af sjálfsöryggi.

Það þarf ekki að flétta sundur áhyggjuvöndlinum, heldur koma sér tryggilega fyrir í sjálfstrausti.

Það þarf ekki að tálga utan af stressinu, heldur þarf að finna framvindu lífsins bera okkur áfram eins og brimbrettakappa á öldu.

 

Þannig fyllum við okkur af sterkum, kærleiksríkum tilfinningum sem skola hinum síðri út, þannig að við tökum varla eftir því.

 

 

Kær kveðja

Þormóður Símonarson