Aðlöðunaraflið - ekkert leyndarmál lengur

Síðan í sept. 2016 hef ég boðið uppá námskeið fyrir 5 til 15 manna hópa, þar sem farið er yfir aðlöðunaraflið (e. Law of attraction) og aðferðir til að nýta það sem best í daglegu lífi.

Margir þekkja til þessa efnis úr kvikmyndinni The Secret. Sú mynd var ágæt kynning, en til að gefa þátttakendum sem besta innsýn og skilning er þetta námskeið í 5 vikur og við hittumst á þriðjudögum, u.þ.b. 90 mínútur í senn.

Nú ætla ég að bjóða uppá upptöku af námskeiðinu, auk þess sem það lengist aðeins. Fólk getur þá hlustað á hvar sem það vill og eins oft og þurfa þykir.

 

Umsagnir fyrri þáttakenda:

 

Ótrúlega spennandi og hugvíkkandi ferðalag sem ég fór í gegnum á námskeiði Þormóðs um aðlöðunaraflið. Það er frábært að vita til þess að það eru engin takmörk.

Svanhildur Skúladóttir

 

Námskeiðið hjá Þormóði stóðst allar mínar væntingar og meira en það. Honum tekst einstaklega vel að koma efninu til skila á áhugaverðan hátt, er einlægur í framsetningu og hrífur fólk með sér. Aðlöðunarlögmálið virkar!

Helga Björk Bjarnadóttir markþjálfi

 

Námskeiðið kennir uppbyggilegt hugarfar gagnvart sjálfum sér og öðrum. Maður uppsker eins og maður sáir.

Guðleifur Kristjánsson

 

Ég hef nú á haustmánuðum setið námskeiði Aðlöðunaraflið – ekkert leyndarmál lengur. Þormóður er fullur eldmóði í því að deila þekkingu sinni á þessu áhugaverða efni og gerir það á skemmtilegan og lifandi hátt. Mér finnst ómetanlegt að vera í hópi sem hefur áhuga á aðlöðunaraflinu og geta átt innihaldsríkum samræðum um efnið, deilt reynslu og uppgötvunum og krufið efnið til mergjar með samnemendum og leiðbeinanda sem hvetur mann áfram. Námskeiðið stenst allar mínar væntingar og vel það.

Herdís Skúladóttir